Kemst Ísland í forkeppni Ólympíuleikanna í dag?

Hart barist í leik Íslands og Ungverjalands.
Hart barist í leik Íslands og Ungverjalands. Árvakur/Golli

Ísland gæti í dag hreppt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, jafnvel þótt leikurinn gegn Spánverjum í Þrándheimi færi á versta veg.

Ef niðurstaðan úr milliriðlunum verður sú að Danir og Króatar fari áfram úr 1. riðli og Frakkar og Þjóðverjar úr 2. riðli, væri sæti Íslendinga í forkeppninni tryggt.

Ísland var einu sæti frá því að komast í forkeppnina með árangri sínum í úrslitakeppni HM í Þýskalandi fyrir ári síðan. Þá endaði Ísland í 8. sæti en liðin í 2.-7. sæti tryggðu sér þátttökurétt í forkeppninni. Það voru Pólland, Danmörk, Frakkland, Króatía, Rússland og Spánn.

Verði undanúrslitaliðin öll úr þeim hópi er ljóst að eitt þeirra verður Evrópumeistari og þá mun 8. sætið á HM í fyrra gulltryggja Íslandi þátttökurétt í forkeppninni í vor.

Þjóðverjar eru þegar komnir á Ólympíuleikana sem heimsmeistarar. Þangað komast líka Evrópumeistararnir sem krýndir verða í Lillehammer á sunnudaginn, eða liðið sem endar í öðru sæti ef Þýskaland verður líka Evrópumeistari.

Næstu sex Evrópulið (2-7 eða 8 á HM) fara í forkeppnina, ásamt tveimur efstu af þeim sem ekki eru komin áfram, og fjórum liðum frá öðrum heimsálfum.

Til að þetta gangi eftir þurfa Þjóðverjar að sigra Svía, Króatar mega ekki tapa fyrir Norðmönnum og Danir mega ekki tapa fyrir Slóvenum. Ef Svíar, Norðmenn eða Slóvenar komast í undanúrslit þarf íslenska liðið að bíða niðurstöðunnar þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert