Danir komnir í úrslitin á EM

Hans Lindberg og félagar í danska landsliðinu fögnuðu sigri á …
Hans Lindberg og félagar í danska landsliðinu fögnuðu sigri á Þjóðverjum. Reuters

Danir tryggðu sér rétt til að leika til úrslita á Evrópumótinu í handknattleik þegar þeir sigruðu Þjóðverja, 26:25, í síðari undanúrslitaleiknum í Lillehammer í Noregi í dag. Þeir mæta Króötum í úrslitaleiknum á morgun.

Danir voru yfir, 7:5, um miðjan fyrri hálfleik en þá gerðu Þjóðverjar sjö mörk í röð og komust í 12:7. Danir réttu aðeins sinn hlut á ný fyrir hlé og þá var staðan 13:10.

Eftir mikla spennu og sveiflur framá lokasekúndur réðust úrslitin þegar Danir fengu vítakast fimm sekúndum fyrir leikslok. Lars Christiansen skoraði og þar með var sigurinn Dana, 26:25.

Lars Christiansen skoraði 6 mörk fyrir Dani og Michael V. Knudsen 4 en hjá Þjóðverjum var Florian Kehrmann markahæstur með 6 mörk.

Leikskýrslan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert