Guðjón Valur tólfti á markalistanum

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Guðjón Valur Sigurðsson leikmaður Rhein-Neckar Löwen er í tólfta sæti yfir markahæstu leikmenn í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Guðjón hefur skorað 90 í 17 leikjum eða 5,6 mörk að meðaltali í leik og er markahæsti leikmaður síns liðs á tímabilinu.

Grikkinn Savas Karipidis, Melsungen, er langmarkahæstur en hann hefur skorað 152 mörk eða 8,9 mörk að meðaltali. Daninn Lars Christiansen hjá Flensborg kemur næstur með 138 mörk og Serbinn Momir Ilic er í þriðja sæti á markalistanum með 122 mörk.

Síðasta umferðin fyrir frí, sem gert verður vegna heimsmeistaramótsins sem fram fer í Króatíu, verður leikin um helgina. Þegar öll liðin hafa lokið 17 leikjum eru lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel efstir með 33 stig, Lemgo hefur 27 og Hamborg 25.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Sveinn Teitur Svanþórsson: víti
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert