Guðmundur velur landsliðshóp

Logi Geirsson er í landsliðshópnum.
Logi Geirsson er í landsliðshópnum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik hefur valið landsliðshóp sem tekur þátt í tveimur mótum í næsta mánuði. Guðmundur valdi 15 leikmenn en fyrra mótið sem Íslendingar taka þátt í hefst í Svíþjóð um næstu helgi og helgina á eftir leikur það á móti í Svíþjóð.

Íslendingar mæta B-liði Svía á sunnudaginn, leika við Egypta á þriðjudag og leika um sæti á mótinu daginn eftir.

Á mótinu í Danmörku leika Íslendingar, Danir, Rúmenar og Bosníumenn.

Landsliðshópurinn:

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson, Bittenfeld
Hreiðar Levy Guðmundsson, Såvehof

Útileikmenn:

Aron Pálmarsson, FH
Ásgeir Örn Hallgrímsson, GOG
Einar Hólmgeirsson, Grosswallstadt
Ingimundur Ingimundarson, Minden
Logi Geirsson, Lemgo
Ragnar Óskarsson, Dunkerque
Róbert Gunnarsson, Gummersbach
Rúnar Kárason, Fram
Sigurbergur Sveinsson, Haukum
Sturla Ásgeirsson, Düsseldorf
Sverre Andreas Jakobsson, HK
Vignir Svavarsson, Lemgo
Þórir Ólafsson, N-Lübbecke

2012 landsliðið 

Þá var valið svokallað 2010 landslið sem þátt tekur í móti í Frakklandi í byrjun janúar. Þjálfari liðsins er Kristján Halldórsson. Sá eini í liðinu sem hefur einhverja reynslu með landsliðinu er Hannes Jón Jónsson en flestir leikmenn í liðinu hafa ekki leikið með A-landsliðinu.

Liðið er þannig skipað:

Markverðir:
Ólafur Haukur Gíslason, Val
Pálmar Pétursson, Val

Aðrir leikmenn:
Arnór Þór Gunnarsson, Val
Elvar Friðriksson, Val
Fannar Friðgeirsson, Stjörnunni
Freyr Brynjarsson, Haukum
Guðmundur Árni Ólafsson, Selfossi
Hannes Jón Jónsson, Burgdorf
Ingvar Árnason, Val
Kári Kristján Kristjánsson, Haukum
Oddur Grétarsson, Akureyri
Ólafur Guðmundsson, FH
Sigurgeir Árni Ægisson, HK
Sigurður Ari Stefánsson, Elverum
Sverrir Hermannsson, Víkingi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert