Sigur í Hamburg dugði ekki til hjá Flensburg

Úr leik Hauka og Flensburgar fyrr í vetur. Hinn frábæri …
Úr leik Hauka og Flensburgar fyrr í vetur. Hinn frábæri línumaður Michael Knudsen tekur hraustlega á móti Andra Stefan. mbl.is

Þýska handknattleiksliðið Flensburg, sem landsliðsmaðurinn Alexander Petersson leikur með, féll úr keppni í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðið sótti þá Hamburg heim í átta liða úrslitum keppninnar og sigraði 31:29. Það dugði þó ekki til þar sem Hamburg sigraði í fyrri leiknum með þriggja marka mun og leikmenn Flensburgar sitja eftir með sárt ennið.

Petersson gat ekki leikið með liðinu í kvöld vegna meiðsla en Flensburg var í riðli með Haukum í keppninni fyrr í vetur. Hamburg varð fyrst liða til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar en Íslendingarnir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Alfreð Gíslason eiga allir möguleika á því að komast þangað með sínum liðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert