Fljótir að gleyma fyrri raunum?

Jóhann Gunnar Einarsson leikmaður Fram.
Jóhann Gunnar Einarsson leikmaður Fram. mbl.is/Ómar

Mannsheilinn er kyndugt fyrirbæri, sérstaklega sá hluti hans sem inniheldur minnið. Fyrir ársþingi HSÍ sem sett verður síðdegis í dag liggur tillaga um að færa keppni í meistaraflokki karla í handboltanum í fyrra horf. Vera með öll liðin í einni deild, þ.e. þau sem hafa áhuga á því, og taka upp úrslitakeppni átta efstu liðanna. Önnur lið mega fara í 1. deild ásamt ungmennaliðum stærri félaganna.

Eru menn virkilega búnir að gleyma því hversu lítið var orðið varið í deildakeppnina seinustu árin sem þetta fyrirkomulag var við lýði? Áhorfendum fækkaði ár frá ári, enda var fátt um leiki sem skiptu máli fyrr en með vorinu. Eftir því sem leið á tímabilið fjölgaði leikjunum í hverri umferð sem skiptu litlu máli. Áhugi fjölmiðla dvínaði á sama hátt – til hvers að fjalla um leiki sem fáir nenna að sækja?

Nánar er fjallað um málið í pistli Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert