Óvænt eða endurtekið?

Valur og Haukar eru sigurstrangleg í undanúrslitum
Valur og Haukar eru sigurstrangleg í undanúrslitum mbl.is/Ómar

Eftir langt og strangt keppnistímabil verður flautað til leiks í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í dag. Sumum þykir ekki seinna vænna þar sem sól er nú komin hátt á loft og vonir standa til að vorið sé á næsta leiti. Alltént er sumardagurinn fyrsti í dag og ganga handknattleiksmenn vonandi glaðbeittir inn í sumarið.

Á síðasta ári mættust Haukar og Valur í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn sem aldrei varð spennandi. Haukar hömpuðu Íslandsmeistaratitilinum annað árið í röð eftir að hafa unnið þrjá leiki en tapað einum í keppni við Valsmenn.

Í hinni viðureign undanúrslitanna mætast Valsmenn og Akureyri þar sem heimaleikjarétturinn er Valsmanna komi til þriðja leiks í kapphlaupi liðanna um að komast í úrslitaeinvígið.

Valur og Akureyri leika kl. 16 á Hlíðarenda og Haukar og HK leika á Ásvöllum kl. 19.30.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er fjallað ítarlega um undanúrslitaleikina sem fara fram í dag og rætt við þjálfara og leikmenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert