Hvað er á seyði hjá íslenska landsliðinu?

Sverre Jakobsson, Ingimundur Ingimundarson, Óskar Bjarni Óskarsson, Guðmundur Þórður Guðmundsson …
Sverre Jakobsson, Ingimundur Ingimundarson, Óskar Bjarni Óskarsson, Guðmundur Þórður Guðmundsson og., Ólafur Stefánsson. mbl.is/Golli

Eftir að hafa orðið vitni að viðureign Íslendinga og Þjóðverja í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í Gerry Weber-íþróttahöllinni í Halle/Westfalen um síðustu helgi kemst maður ekki hjá því að velta því fyrir sér hvað sé að gerast innan herbúða íslenska landsliðsins um þessar mundir.

Ellefu marka tap fyrir þýska landsliðinu þótt á útivelli sé eru ekki viðunandi úrslit fyrir íslenska landsliðið. Frammistaða þess í leiknum var ekki í nokkru samræmi við stöðu þess á alþjóðlegum vettvangi síðustu árin. Eitt var að tapa þessum leik, sem hefði verið sök sér, en hitt er hvernig leikurinn tapaðist. Íslenska liðið var gjörsamlega kjöldregið af þýska liðinu sem er langt frá því að vera eins og bestu lið heims, t.d. Frakkar.

Hvernig stendur á sveiflunum?

Fáeinum dögum fyrir viðureignina í Halle, síðasta sunnudag, hafði íslenska landsliðið leikið við hvern sinn fingur gegn þessu sama þýska landsliði í Laugardalshöll. Hvernig stendur á þessum gríðarlegu sveiflum í leik liðsins sem er eflaust eitt leikreyndasta landslið heims í handknattleik karla um þessar mundir?

Í leiknum í Gerry Weber-höllinni féll íslenska landsliðið niður á sama plan og það gerði gegn Þjóðverjum á HM í janúar og í fyrri hálfleik gegn Spánverjum nokkrum dögum síðar, eftir að hafa leikið allvel nokkrum dögum áður, t.d. gegn Ungverjum, Austurríkismönnum og Norðmönnum. Og þótt leikirnir gegn síðastnefndu þjóðunum tveimur á HM hafi e.t.v. ekki verið neinir stórleikir þá sýndi landsliðið alltént baráttu- og sigurvilja sem fleytti því áfram til sigurs. Þessi vilji var ekki fyrir hendi í Halle, a.m.k. var hann ekki sýnilegur áhorfendum. Viljinn og baráttugleðin hefur oft vegið þungt þegar landsliðið hefur kannski ekki hitt á sinn besta leik.

Viðhorfsgreinina má finna í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert