Allir klárir í slaginn

Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslenska landsliðið í handknattleik er þessa stundina á sinni fyrstu æfingu í Varazdin í Króatíu en annað kvöld mæta Íslendingar liði Síle í fyrsta leiknum af þremur í forkeppni ólympíuleikanna.

Allir 17 leikmenn taka þátt í æfingunni og enginn er að glíma við meiðsli svo Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari getur stillt upp sínu sterkasta liði gegn Sílemönnum.

Æfingin er í svo til nýrri höll í Varazdin en hún var byggð fyrir úrslitakeppni HM 2009 þar sem einn riðillinn var spilaður í höllinni.

Íslendingar leika við Sílemenn á morgun, gegn Japönum á laugardaginn og gegn heimamönnum í Króatíu á sunnudaginn. Tvær efstu þjóðirnar vinna sér keppnisréttinn á Ólympíuleikunum í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert