„Þetta er skandall“

Einar Jónsson.
Einar Jónsson. mbl.is/Kristinn

„Þetta er skandall!“ hrópaði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapleik liðsins, 29:24, gegn Aftureldingu í N1-deildinni í handbolta í Safamýri í gærkvöldi. Afturelding vann þar sinn annan sigur í deildinni en Fram var rifið niður á jörðina eftir góða leiki undanfarnar vikur.

Skandallinn sem Einar talaði um var dómgæslan. Einar fékk rautt eftir leik fyrir að tjá sig við dómarana um störf þeirra en hann var ekki hættur þar. Hann beindi harðorðri ræðu sinni að öðrum dómurum sem voru gestir á leiknum og í raun öllum sem vildu heyra. Einar gjörsamlega trylltist eftir leik.

Honum til varnar voru dómararnir afspyrnu slakir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Samræmið var ekkert og hallaði á heimamenn. Þegar gróflega var brotið á Jóhanni Gunnari Einarssyni, skyttu Fram, í hraðaupphlaupi í fyrri hálfleik byrjaði Einar að öskra á kollega sinn, Reyni Þór Reynisson, á bekknum. Reynir vissi vel að hans maður átti að fara út af en hann gat lítið gert. „Ég stjórna þeim ekki,“ svaraði Reynir.

Sjá allt um N1-deildina í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert