Omeyer lokaði rammanum - myndskeið

Thierry Omeyer er besti markvörður heims.
Thierry Omeyer er besti markvörður heims. AFP

Það fór vart framhjá neinum í vikunni að Þýskalandsmeistarar Kiel sýndu mátt sinn og megin í uppgjöri tveggja efstu liðanna í þýsku 1. deildinni í handbolta á miðvikudagskvöldið.

Alfreð Gíslason og hans menn í Kiel kjöldrógu Guðmund Guðmundsson og lærisveina hans í Rhein-Neckar Löwen, 28:17, og skutust með sigrinum á topp deildarinnar.

Maður leiksins án nokkurs vafa var franski landsliðsmarkvörðurinn Thierry Omeyer sem lokaði markinu hjá Kiel en heimamenn í Löwen komu boltanum vart framhjá Frakkanum.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá nokkrar af vörslum hins 36 ára gamla Omeyers sem er að leika sitt síðasta tímabil með Kiel en hann heldur heim til Frakklands í sumar.

Lok, lok og læs:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert