Enn einn stórleikur Eyjamannsins

Hákon Daði Styrmisson skoraði sex mörk í kvöld.
Hákon Daði Styrmisson skoraði sex mörk í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Hagen. Í kvöld gat hann ekki komið í veg fyrir tap með minnsta mun, 32:31, gegn Minden í þýsku B-deildinni í handknattleik.

Hagen er áfram í fjórða sæti deildarinnar með 38 stig, sjö stigum á eftir Bietigheim í öðru sæti, en tvö efstu liðin fara beint upp í 1. deild.

Hákon Daði var á meðal markahæstu manna þegar hann skoraði sex mörk fyrir Hagen og gaf auk þess eina stoðsendingu.

Hann er búinn að skora 139 mörk í 28 leikjum á tímabilinu og er sem stendur í 11. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.

Í liði Minden var Sveinn Jóhannsson ekki í leikmannahópnum auk þess sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson er frá út tímabilið eftir að hann sleit hásin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert