Nói hlaut Náttfarabikarinn

Nói frá Stóra-Hofi
Nói frá Stóra-Hofi Styrmir Kári

Náttfarabikarinn hlaut heimsmeistarinn Nói frá Stóra-Hofi sem stendur efstur í flokki fjögurra vetra stóðhesta á LM2012 með einkunnina 8,51 sem er hæsta einkunn sem svo ungur stóðhestur hefur hlotið. Nói er undan Illingi frá Tóftum og Örk frá Stóra-Hofi. Hann hlaut 8,60 fyrir hæfileika og 8,37 fyrir sköpulag.

Nóa var gríðarlega vel tekið af áhorfendum, enda glæsilegir taktar sem hesturinn sýndi.

Annar er Hrafn frá Efri-Rauðalæk undan Markúsi frá Langholtsparti og Hind frá Vatnsleysu. Hann hefur hlotið 8,32 í aðaleinkunn, þar af 8,35 fyrir hæfileika og 8,27 fyrir sköpulag.

Þriðji er Þröstur frá Efri-Gegnishólum undan Natan frá Ketilsstöðum og Hrönn frá Efri-Gegnishólum. Hann hefur hlotið 8,24 í aðaleinkunn, þar af 8,32 fyrir hæfileika og 8,15 fyrir sköpulag.

Kolskeggur frá Kjarnholtum I er fjórði í flokki fjögurra vetra stóðhesta. Hann er undan Kvisti frá Skagaströnd og Heru frá Kjarnholtum I. Hann hefur hlotið 8,21 í aðaleinkunn, 7,94 fyrir hæfileika og 8,61 fyrir sköpulag.

Desert frá Litlalandi stendur fimmti. Hann er undan Tjörva frá Sunnuhvoli og Rán frá Litlalandi. Aðaleinkunn hans er 8,13, þar af 7,88 fyrir hæfileika og 8,50 fyrir sköpulag.

Sjötti er Steinarr frá Skipaskaga undan Kvisti frá Skagaströnd og Sjöfn frá Akranesi. Hann hefur hlotið 8,10 í aðaleinkunn, þar af 7,90 fyrir hæfileika og 8,41 fyrir sköpulag.

Sjöundi er Púki frá Lækjarbotnum undan Hróði frá Refsstöðum og Heklu-Mjöll frá Lækjarbotnum. Hann hefur hlotið 8,10 í aðaleinkunn, þar af 8,23 fyrir hæfileika og 7,91 fyrir sköpulag.

Áttundi er Hrói frá Flekkudal. Hann er undan Glym frá Flekkudal og Glaðbeitt frá Flekkudal. Hann hefur hlotið 8,08 í aðaleinkunn, þar af 8,15 fyrir hæfileika og 7,98 fyrir sköpulag.

Krókus frá Dalbæ er níundi í flokki fjögurra vetra stóðhesta. Hann er undan Vilmundi frá Feti og Flautu frá Dalbæ. Aðaleinkunn hans er 8,04, þar af 8,01 fyrir hæfileika og 8,08 fyrir sköpulag.

Tíundi er Prinsinn frá Efra-Hvoli undan Álfi frá Selfossi og Perlu frá Ölvaldsstöðum. Hann hefur hlotið 8,03 í aðaleinkunn, þar af 7,74 fyrir hæfileika og 8,46 fyrir sköpulag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert