Ekki von á nýjum leikmanni í íslenska hópinn

Guðmundur á ekki von á nýjum leikmanni í íslenska hópinn.
Guðmundur á ekki von á nýjum leikmanni í íslenska hópinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, á ekki von á því að nýr leikmaður verði kallaður inn í íslenska hópinn á HM vegna meiðsla Ólafs Guðmundssonar.

Ólafur fékk högg á æfingu og verður ekki meira með á mótinu vegna meiðsla. Í stað þess að kalla inn nýjan leikmann, minnkar íslenski hópurinn um einn og verður því einn leikmaður utan hóps í staðinn fyrir tvo.

Kristján Örn Kristjánsson og Elvar Ásgeirsson voru varamenn framan af móti, en Elvar hefur leikið síðustu tvo leiki vegna meiðsla Ólafs og veikinda Elvars Arnar Jónssonar og Kristján lék sinn fyrsta leik gegn Grænhöfðaeyjum í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert