Pétur bætti met Emils á HM

Pétur Maack fagnar marki sínu eftir sjö sekúndur gegn Spáni …
Pétur Maack fagnar marki sínu eftir sjö sekúndur gegn Spáni í dag. Ljósmynd/Sorin Pana

Pétur Maack kom Íslandi yfir eftir aðeins sjö sekúndur í fyrsta leik liðsins í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í Rúmeníu í dag, en liðið er þessa stundina að keppa við Spán í Galati.

Íslenska liðið vann pökkinn í byrjun leiks, keyrði ákveðið upp að marki Spánverja og Pétur rak endahnútinn eftir aðeins sjö sekúndur sem fyrr segir. Sannkölluð draumabyrjun og sú besta í leik á HM síðan árið 2011.

Þá skoraði Emil Alengard eftir 12 sekúndur í leik gegn Írum á HM sem fram fór í Zagreb í Króatíu.

Það reyndist jafnframt fljótasta markið sem skorað var á HM þetta árið, svo það verður gaman að sjá hvort einhver muni slá Pétri við í þessum efnum í Rúmeníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert