Emil var fljótastur að skora

Emil Alengård.
Emil Alengård. mbl.is/Kristján Maack

Emil Alengård var aðeins 12 sekúndur að koma pökknum í mark Íra í 2. deild heimsmeistarakeppninnar í íshokkí í Zagreb í dag. Enginn var fljótari að skora í keppninni.

Ísland fylgdi þessari óskabyrjun vel á eftir og sigraði 14:0. 

Rúmenar voru aðeins 24 sekúndur að skora gegn Írum í keppninni og voru næstfljótastir. 

Emil var iðnari við að leggja upp mörk fyrir samherja sína í Zagreb og gaf 7 stoðsendingar í leikjunum 5 en skoraði sjálfur 2 mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert