87:78.

">

Snæfell í undanúrslit - KR og ÍR eigast við í oddaleik

Geof Kotila þjálfari Snæfells.
Geof Kotila þjálfari Snæfells. Brynjar Gauti

Snæfell tryggði sér sæti í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik karla í dag með því að vinna Keflavík á útivelli, 103:89. KR og ÍR eigast við í oddaleik á mánudaginn en KR lagði ÍR á útivelli, 87:78.

Keith C. Vassell var stigahæstur í liði ÍR með 22 stig en í liði KR skoruðu fimm leikmenn 10 stig eða meira. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði mest fyrir KR, 16 stig alls.

Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur sagði í sjónvarpsviðtali á SÝN eftir leikinn að hann væri ekki búinn að ræða við forráðamenn félagsins um framhald sitt sem þjálfara liðsins. Sigurður svaraði ekki spurningu þess efnis hvort hann hefði áhuga á að vera áfram þjálfari liðsins.

Hlynur Bæringsson leikmaður Snæfells sagði að liðið gæti unnið hvaða lið sem er að því gefnu að liðsheildin og samvinnam leikmanna í vörn og sókn væri góð. Hlynur sagði að Íslandsmeistaratitill væri markmið liðsins en Snæfell hefur tvívegis leikið til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en ekki náð að sigra.

Snæfell er fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í undanúrslitum en á morgun eigast við Hamar/Selfoss og Njarðvík. Og Grindavík og Skallagrímur. Njarðvík og Grindavík geta með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert