Bikarmeistararnir úr leik

Fannar Helgason getur ekki leikið með Stjörnunni í kvöld.
Fannar Helgason getur ekki leikið með Stjörnunni í kvöld. mbl.is/Golli

Keflvíkingar slógu bikarmeistara Stjörnunnar út úr Subway bikarkeppninni í körfuknattleik karla í kvöld þegar liðin mættust í Ásgarði í Garðabæ. Keflvíkingar sigruðu örugglega 97:76. Lið Stjörnunnar er taplaust í deildinni en var vængbrotið að þessu sinni en miðherjinn Fannar Helgason gat ekki leikið vegna meiðsla. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Stigahæstir:

Stjarnan: Justin Shouse 31, Jovan Zdravevski 20.

Keflavík: Gunnar Einarsson 27, Rashon Clark 19. 

40. LEIK LOKIÐ: Keflvíkingar sigruðu sannfærandi 97:76 en Garðbæingar áttu litla möguleika gegn þeim að þessu sinni.

36. Staðan er 64:80 og nánast formsatriði að ljúka leiknum.  Keflvíkingar eru með öll völd á vellinum. Gunnar Einarsson hefur farið fyrir þeirra liði og er búinn að skora 22 stig.

33. Staðan er 61:78 fyrir Keflavík og ekkert sem bendir til þess að Stjarnan muni vinna þennan mun upp og komast áfram í keppninni.

30. Staðan er 55:71 fyrir Keflavík fyrir síðasta leikhlutann. Gestirnir eru með góð tök á leiknum og eru á góðri leið með að slá bikarmeistarana út úr keppninni.

25. Staðan er 44:59 fyrir Keflavík. Stjarnan hefur skorað þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma og halda smá lífi í leiknum. 

23. Staðan er 33:53 fyrir Keflvíkinga sem hafa byrjaði síðari hálfleikinn af sama krafti og þeir byrjuðu þann fyrri.  Þeir hafa skorað fyrstu 8 stigin í síðari hálfleik.

20. Staðan er 45:33 fyrir Keflavík í hálfleik. Gestirnirnir hafa verið mun sterkari í fyrri hálfleik og náðu um tíma meira en 20 stiga forskoti. Stjörnumenn náðu hins vegar ágætum kafla undir lok fyrri hálfleiks þar sem þeim tókst að þétta hjá sér vörnina. Þeir eru því í seilingarfjarlægð og ef þeim tekst að stoppa stóru menninga hjá Keflavík þá eiga þeir ennþá möguleika. 

16. Staðan er 26:43 fyrir Keflvíkinga. Garðbæingar eru að reyna að berjast og búa eitthvað til en þeir eiga mikla vinnu fyrir höndum í síðari hálfleik. 

13. Staðan er 15:35 fyrir Keflvíkinga. Þeir eru að spila hörku góða vörn sem Justin Shouse og Jovan Zdravevski komast lítt áleiðis gegn.

10. Staðan er 14:30 fyrir Keflavík að loknum fyrsta leikhluta.  Keflvíkingar eru ekki líklegri til þess að láta svo mikið forskot af hendi, sérstaklega þar sem Stjarnan er án Fannars sem er einn af þremur lykilmönnum liðsins.

8. Staðan er 18:13 fyrir Keflavík. Clark var að koma aftur inn á. Sigurður Þorssteinsson hefur byrjað leikinn vel og erfitt verður fyrir Garðbæinga að halda honum niðri.

4. Staðan er 9:8 fyrir Keflavík. Gestirnir eru skynsamir í upphafi leiks og hafa komið boltanum undir körfuna á Sigurð Þorsteinsson og Jón Nordal Hafsteinsson sem eiga að geta nýtt sér hæðarmuninn í fjarveru Fannars.

1. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Keflavík því Bandaríkjamaðurinn Rashon Clark bað um skiptingu eftir 20 sekúndur og virtist talsvert kvalinn. Annað hvort hefur hann meiðst á fingri eða úlnlið ef marka má látbragð hans.

0. Ef mið er tekið af góðu gengi Stjörnunnar í deildinni og mikilvægi leiksins þá eru furðu fáir Garðbæingar mættir til þess að styðja sína menn.

0. Miðherjinn öflugi Fannar Freyr Helgason getur ekki leikið með Stjörnunni gegn Keflavík vegna hnémeiðsla og því gætu Garðbæingar lent í verulegum vandræðum undir körfunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert