James fékk frí og Cleveland tapaði

Argentínumaðurinn Manu Ginobili hjá San Antonio reynir að skora gegn …
Argentínumaðurinn Manu Ginobili hjá San Antonio reynir að skora gegn Spánverjanum Marc Gasol hjá Memphis í leik liðanna í nótt. Reuters

Eftir sex sigurleiki í röð mátti Cleveland Cavaliers sætta sig við ósigur í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt, þegar liðið sótti Milwaukee Bucks heim. Lokatölur urðu 92:85.

Mike Brown ákvað að hvíla LeBron James, sem skoraði 40 stig í sigri á Detroit í fyrrinótt, og þá er Shaquille O'Neal fjarverandi vegna meiðsla. Þetta var of mikið, Antawn Jamison skoraði 30 stig fyrir liðið og tók 11 fráköst en það nægði ekki til. Brandon Jennings skoraði 25 stig fyrir Milwaukee.

Dwyane Wade skoraði 38 stig fyrir Miami Heat og átti 10 stoðsendingar þegar liðið vann Atlanta Hawks, 100:94.

Amare Stoudamire skoraði 30 stig fyrir Phoenix Suns sem sigraði Indiana Pacers, 113:105.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - Golden State 101:90
Miami - Atlanta 100:94
New York - New Jersey 93:113
Chicago - Dallas 116:122
Memphis - San Antonio 92:102
Minnesota - Houston 98:112
Milwaukee - Cleveland 92:85
Phoenix - Indiana 113:105
Utah - LA Clippers 107:85

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert