Keflvíkingar munu fjölmenna

Vilhjálmur stuðningsmaður Keflvíkinga nr. 1.
Vilhjálmur stuðningsmaður Keflvíkinga nr. 1. mbl.is/hag

„Það eru allir í fínu standi nema kannski Jón Nordal Hafsteinsson en það voru saumuð 10 spor í andlitið á honum. Það á eftir að koma í ljós með hann. Hann hefur fengið höfuðverk en það verður vonandi búið þegar til kastanna kemur. Ég veit ekki til þess að neitt annað sé í gangi,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Guðjón hefur marga fjöruna sopið í körfuboltanum og hann reiknar með miklum áhorfendafjölda á leiknum.

„Það er verið að koma fyrir aðstöðu í íþróttahúsinu til þess að fólk geti setið fyrir aftan körfurnar. Við eigum að geta tekið á móti slatta af fólki,“ sagði Guðjón og sagðist ekki viss um hve marga húsið gæti tekið en sagðist halda að það væri á bilinu 1200-1500 manns. „Ég held að Keflvíkingar fjölmenni og einnig allir þeir körfuboltaáhugamenn sem vilja sjá síðasta leikinn á keppnistímabilinu,“ sagði Guðjón Skúlason.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert