Sjötta tap Spurs í röð

Kobe Bryant fagnar körfu í leiknum við Utah í nótt.
Kobe Bryant fagnar körfu í leiknum við Utah í nótt. Reuters

San Antonio Spurs tapaði nótt sjötta leiknum í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik að þessu sinni eftir framlengda viðureign í Houston, 119:114. Á sama tíma vann Lakers níunda leikinn í röð og nálgaðist þar með Spurs enn meira en framundan er endasprettur deildarkeppninnar þar sem Spurs og Lakers berjast um sigur í Vesturdeildinni.

Spurs hefur unnið 57 leiki en tapað 19 á leiktíðinni en Lakers á að baki 55 sigurleiki og 20 töp en liðið hefur unnið 17 af síðustu átján leikjum sínum í deildinni.

Kyle Lowry jafnaði fyrir Houston með þriggja stiga körfu, 108:108, þegar 3,9 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma gegn Spurs í nótt. Leikmönnum San Antonio tókst ekki að nýta þann tíma sem eftir var til þess að komast yfir. Þar með varð að framlengja og í henni voru heimamenn sterkari og unnu 119:114. Kevin Martion fór á kostum í framlengingunni og skoraði þá níu af 33 stigum sínum í leiknum. Luis Scole skoraði 21 stig fyrir Houston og tók auk þess 14 fráköst.

Tony Parker skoraði 31 stig fyrir Spurs, Manu Ginobili 23 eins og Tim Duncan sem náði einnig 13 fráköstum.

Leikmenn LA Lakers voru lengi í gang gegn Utah Jazz á útivelli. Leikmenn Jazz voru með 17 stiga forskot um tíma í öðrum leikhluta. Þeim hélst hinsvegar ekki á forystunni og áður en leikurinn var úti hafði Lakers komist yfir og unnið með ellefu stiga mun, 96:85.

Kobe Brynat skoraði 21 stig og Pau Gasol 16 auk þess að ná níu fráköstum. Lamar Odom skoraði einnig 16 stig og Derek Fischer var með 15. 

CJ Mills skoraði 24 stig fyrir Jazz og Al Jefferson 17 auk þess að hirða 10 fráköst. 

Úrslit næturinnar í NBA-deildinni:

Indiana - Milawaukee 89:88
Philadelphia - New Jersey 115:90
Detroit - Chicago 96:101
Minnesota - Miami 92:111
Houston - San Antonio 119:114 - eftir framlengingu
Portland - Oklahoma 98:91
Utah - LA Lakers 85:96
Orlando - Charlotte 89:77
Washington - Cleveland 115:107
Atlanta - Boston 88:83
New Orleans - Memphis 81:93
Phoenix - LA Clippers 111:98
Sacramento - Denver 90:99

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert