Alexander var óstöðvandi

Grindvíkingar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í kvöld og unnu þar all sannfærandi sigur á heimamönnum, 90:77, í Dominos-deild karla í körfuknattleik.

Grindavík byrjaði frábærlega, komst í 30:12 í fyrsta leikhluta og lét forystuna aldrei af hendi. Staðan var 53:43 í hálfleik og 72:58 eftir þriðja leikhluta.

Rodney Alexander fór á kostum með Grindvíkingum og skoraði 44 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Ólafur Ólafsson skoraði 14 stig.

Stefan Bonneau var sem fyrr drjúgur fyrir Njarðvíkinga og skoraði 37 stig en Logi Gunnarsson kom næstur með 11 stig.

Njarðvíkingar eru áfram með 20 stig og í þriðja til fjórða sæti eftir leiki kvöldsins. Grindvíkingar eru komnir í 16 stig og hleypa enn meiri spennu í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.

Gangur leiksins: 1:9, 8:15, 11:24, 12:30, 14:36, 23:39, 36:45, 43:53, 47:55, 49:61, 51:70, 56:72, 66:72, 70:79, 75:86, 77:90.

Njarðvík: Stefan Bonneau 37/6 fráköst, Logi Gunnarsson 11, Mirko Stefán Virijevic 8/21 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 6/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6, Oddur Birnir Pétursson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Ágúst Orrason 2.

Fráköst: 24 í vörn, 13 í sókn.

Grindavík: Rodney Alexander 44/12 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/7 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 9/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 3/7 fráköst/5 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 3, Daníel Guðni Guðmundsson 1.

Fráköst: 33 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Guðmundsson, Björgvin Rúnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert