Unnu Dani og geta orðið meistarar

Dagur Kár Jónsson hefur verið í stóru hlutverki í fyrstu …
Dagur Kár Jónsson hefur verið í stóru hlutverki í fyrstu tveimur leikjum Íslands. mbl.is/Ómar

Íslenska U20 ára landsliðið í körfuknattleik karla sigraði Dani örugglega á Norðurlandamótinu í þessum aldursflokki sem nú stendur yfir í Finnlandi en lokatölur urðu 74:55.

Jón Guðmundsson skoraði 20 stig fyrir íslenska liðið, tók 9 fráköst og átti 4 stoðsendingar. Dagur Kár Jónsson skoraði 18 stig og Pétur Rúnar Birgisson 12.

Strákarnir höfðu áður tapað naumlega fyrir Svíum, 73:75, í fyrsta leiknum. Þar var Dagur Kár stigahæstur með 17 stig, Jón Guðmundsson skoraði 15 og Maciej Baginski 11.

Lokaleikurinn er gegn Finnum í dag en þeir unnu Svía og töpuðu fyrir Dönum í fyrstu tveimur umferðunum. Liðin fjögur eru því öll með 2 stig fyrir lokaumferðina og eiga þar með öll möguleika á Norðurlandameistaratitlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert