Suður-Kórea sigraði Egyptaland

Park Junggeu fagnar marki sínu gegn Egyptum.
Park Junggeu fagnar marki sínu gegn Egyptum. Reuters

Suður-Kóreumenn sigruðu í nótt Egypta, 24:22, í B-riðli í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna en Íslendingar leika í þessum riðli. Með sigrinum skutust S-Kóreumenn á topp riðilsins en þeir hafa 6 stig, Ísland 4, Þýskaland 4, Danmörk 3, Rússland 2 og Egyptar reka lestina með 1 stig.

Þjóðverjar og Rússar eigast við þessa stundina og klukkan 12.45 að íslenskum tíma mætast Íslendingar og Danir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert