Lindaskóli sigraði í Skólahreysti

Sigurlið Lindaskóla fagnar.
Sigurlið Lindaskóla fagnar. mbl.is/Kristinn

Lindaskóli úr Kópavogi varð hlutaskarpastur í Skólahreysti en úrslitakvöldið fór fram í Laugardalshöll í kvöld. Tólf skólar kepptu til úrslita og var keppnin æsispennandi. Heiðarskóli hafnaði í öðru sæti og Lágafellsskóli vermir þriðja sætið.

Þetta var í fimmta skipti sem Lindaskóli keppti til úrslita í Skólahreysti og tvisvar hefur hann verið í verðlaunasæti. Skólinn vann keppnina árið 2007 og varð í öðru sæti árið eftir.

Áhugi fyrir Skólahreysti hefur verið mikill í Lindaskóla og var svo komið fyrir tveimur árum, að nemendur unglingadeildar fóru að fyrra bragði fram á það við skólann, að boðið yrði upp á hreysti sem valfag. Fagið hefur ekki aðeins snúist um armbeygjur, hífingar, dýfingar o.s.frv. heldur einnig göngutúra, fjallgöngur og skíðaiðkun, svo eitthvað sé nefnt.

Skólarnir sem kepptu til úrslita voru Austurbæjarskóli, Dalvíkurskóli, Egilsstaðaskóli, Giljaskóli, Grunnskólinn Hellu, Grunnskólinn á Ísafirði, Heiðarskóli, Lágafellsskóli, Lindaskóli, Lækjarskóli, Varmalandsskóli og Ölduselsskóli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert