Landsbankinn tekur 158 milljarða króna lán í Bandaríkjunum

Landsbankinn gaf út skuldabréf fyrir 2,250 milljónir bandaríkjadala.
Landsbankinn gaf út skuldabréf fyrir 2,250 milljónir bandaríkjadala. mbl.is/Golli

Landsbankinn lauk í dag við að gefa út sín fyrstu skuldabréf á bandaríska skuldabréfamarkaðnum. Það eru lán í tveimur hlutum sem bankinn er að taka, annars vegar 1.500 milljónir dollara til fimm ára með föstum vöxtum og hins vegar 750 milljónir dollara til þriggja ára með breytilegum vöxtum. Lántakan var í sameiginlegri umsjón Bank of America, Citigroup og Deutsche Bank.

Í fréttatilkynningu frá bankanum kemur fram að þessi lántaka er sú fyrsta í nýjum 144A lánaramma Landsbankans í Bandaríkjunum, sem Citigroup hafði umsjón með að koma á fót.

Eftir að gengið var frá fjármögnunarrammanum fóru fram umfangsmiklar fjárfestakynningar á Landsbankanum í Bandaríkjunum með langtímafjármögnun hans í huga segir í fréttatilkynningunni. Með því móti var lögð áhersla á að fjölga fjármögnunarleiðum til viðbótar við fjárfesta í Evrópu.

Þessi lántaka er stærsta einstaka lántaka nokkurs íslensks banka á fjármálamörkuðum til þessa.

Mikil umframeftirspurn var eftir báðum flokkunum og í fréttatilkynningu bankans kemur fram að eftir viðræður við leiðandi fjárfesta var ákveðið að gefa út markflokka skuldabréfa með föstum og breytilegum vöxtum til þriggja og fimm ára.

Heildareftirspurn beggja flokka náði alls 3.600 milljónum dala og flestir þeir aðilar sem sóttu fjárfestakynningarnar keyptu skuldabréf í útboðinu. Sökum gríðarlegrar eftirspurnar í útboðinu var ákveðið að hækka lántökufjárhæðina úr 1.000 milljónum dala í 2.250 milljónir dollara. Þriggja ára hluti útgáfunnar að fjárhæð 750 milljónir dala var verðlagður á 70 punktum yfir LIBOR vöxtum og fimm ára hlutinn að fjárhæð 1.500 milljóna dala var verðlagður sem samsvarar 85 punktum yfir LIBOR vöxtum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK