Markaðurinn heldur að jafnast

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Mikil lækkun, sem varð í upphafi viðskipta í Kauphöll Íslands klukkan 10 í morgun, hefur að hluta gengið til baka. Úrvalsvísitalan er nú 3,46% lægri en hún var við lok viðskiptadags í gær. Þá er gengi FL Group 16,9% lægra en á mánudag og er skráð 16. Það er tæplega 9% yfir gengi, sem miðað er við í hlutafjáraukningu FL Group, sem kynnt var í gær.

Gengi bréfa Exista, sem lækkaði mikið strax í morgun, er nú 5,2% lægra en það var í gær. Gengi bréfa SPRON hefur lækkað um 7,4%, Glitnis um 3,4%, Kaupþings um 2% og Landsbankans um 2%.

Að sögn markaðsaðila, sem mbl.is ræddi við, skýrist þessi þróun af því, að markaðurinn hafi séð kauptækifæri í ýmsum hlutabréfum eftir lækkunina þegar viðskipti hófust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK