Órökstuddar árásir Gylfa

Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður Marels.
Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður Marels. mbl.is/Golli

Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, segir ummæli Gylfa Magnússonar dósents við Háskóla Íslands um greiðsluþrot fjármálakerfisins í hádegisfréttum RÚV algerlega óábyrg. Ummælin skaði ekki einungis hluthafa heldur geri lítið úr störfum mörg þúsund starfsmanna banka og fyrirtækja.

„Ef við horfum til þeirra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands þá eru fjöldi félaga að sýna stórbættan rekstur á milli ára.  Meginhluti tekna félaga í kauphöllinni, jafnt banka og framleiðslufyrirtækja, kæmi utan Íslands og í erlendum myntum,“ segir Árni Oddur. 

„Með þessum órökstuddu árásum á starf félaganna er ekki einungis verið að skaða og rýra verðmæti fjölda hluthafa heldur líka verið að gera lítið úr störfum þeirra mörg þúsund starfsmanna hjá félögunum sem hafa staðið að vel heppnaðri útrás félaganna síðasta áratuginn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK