Nordea hefur áhuga á eignum Kaupþings

Nordea, stærsti banki Norðurlanda, kann að hafa áhuga á að kaupa hluta af Kaupþingi. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi bankans við sænska viðskiptamiðla.

Sænski vefmiðillinn e24 hefur eftir Johan Ekwall, upplýsingafulltrúa Nordea, að bankinn hafi keypt vissar eignir af Roskildebanka í Danmörku og hafi þá lýst því yfir, að hann kunni að hafa áhuga á að kaupa aðra starfsemi á Norðurlöndum, sem fellur vel að starfsemi bankans. 

„Við skoðum það sem býðst  á næstunni og metum hvernig það kann að henta okkur," segir Ekwall.  

Hann vill ekki tjá sig um hvort samtöl hafi átt sér stað milli Nordea og Kaupþings um málið. 

Vefurinn hefur eftir séfræðingum, að Nordea kunni að hafa áhuga á danska bankanum FIH, sem Kaupþing keypti af Swedbank árið 2004 fyrir 9 milljarða sænskra króna.

„Ég tel að margir norrænir stórbankar kunni að hafa áhuga á erlendum eignum Kaupþings. Ég held þó að enginn vilji kaupa Kaupþing allt," segir  Pål Ringholm, sérfræðingur hjá First Securities í Noregi.

Hann nefnir einnig að sænskir bankar kynnu að hafa áhuga á BN Bank, sem Glitnir keypti árið 2005.

Frétt e24.se

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK