Blaðamaður FT stendur með Íslendingum

Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir
Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir mbl.is/Golli

Blaðamaður Financial Times, sem staddur er á Íslandi, gagnrýnir Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, á bloggi sínu í dag. Segir hann að Brown hafi fengið sína Falklandseyjastund þegar hann beitti ákvæðum hryðjuverkalaga á Ísland. 

Segir Tom Braithwaite, á bloggi sínu að stríðið við Argentínumenn hafi að minnsta kosti verið verið heiðarlega háð. „Ég horfði á Íslending gráta í Reykjavík á meðan  Brown spúði pólitísku eitri sínu," segir Braithwaite.

Kærulausir sparifjáreigendur og óábyrgir sveitastjórnarmenn settu peninga sína inn á reikninga íslenskra banka sem bauð upp á grunsamlega háa vexti. Bankarnir féllu og þá fékk Brown sína stund. Viðskiptatengsl Íslands og Bretlands riðuðu til falls í gær sem er kannski ekki alveg rétt, skrifar Braithwaite. Þetta sé munurinn á innistæðulausum upphrópunum Brown gegn virðingarverðri varnarstöðu Geirs H. Haarde, forsætisráðherra Íslands. Þar er lítið land sem berst við fjármálakreppu (Bretland) og örsmátt land með hruninn efnahag.

„Sannaðu annað hvort  að Ísland sé hryðjuverkaríki, sem hefur rænt innistæðum saklausra í útlöndum eða viðurkenndu að það sé gjaldþrota ríki sem hefur þjáðst vegna ófyrirleitinna bankamanna, óhæfra eftirlitsaðila og eftirlátssamra stjórnmálamanna. Land sem er ekki ólíkt okkar eigin," skrifar Braithwaite á bloggi sínu.

Sjá bloggvef FT 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK