Fjármunir færðir til bresks útibús

Landsbankinn í Austurstræti.
Landsbankinn í Austurstræti.

Landsbanki Íslands segir í yfirlýsingu, vegna umræðna í fjölmiðlum um  fjármagnsflutningar milli breskra dótturfélaga og móðurfélaga bankans  í aðdraganda þess að íslensk fjármálafyrirtæki leituðu til Fjármálaeftirlitsins,  að engar færslur hafi verið frá útibúi Landsbankans í London til móðurfélagsins á  Íslandi. Á umræddu tímabili hafi bankinn þvert á móti fært verulega fjármuni til útibúsins í Bretlandi þessa daga til að standa við skuldbindingar Icesave.

Þá hafi engar slíkar færslur átt sér stað á milli Heritable Bank og Landsbankans  á umræddu tímabili og bankinn hafi að fullu verið fjármagnaður.

„Landsbankinn vill því taka sérstaklega fram að umræða um þetta efni og ummæli breskra ráðamanna eiga að engu leiti við um Landsbankann."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK