Munur á björgunaraðgerðum breskra og íslenskra stjórnvalda

Mikill munur á aðgerðum yfirvalda segir hagfræðingur.
Mikill munur á aðgerðum yfirvalda segir hagfræðingur. Reuters

„Megin munurinn er sá að þeir (breska ríkisstjórnin) sölutryggja (hlutabréf bankanna) á ákveðnu gengi," sagði Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands er hann var inntur eftir muninum á aðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar í morgun og þeim aðgerðum, sem til stóð að grípa til gagnvart Glitni fyrir hálfum mánuði.

Þegar Glitnir leitaði til Seðlbankans í lok september ákvað íslenska ríkið að Glitni til hlutafjárframlag að jafnvirði 600 milljóna evra gegn því að verða eigandi að 75% hlut í Glitni. Í morgun fjárfesti breska ríkisstjórnin  37 milljarða sterlingspunda í þremur af stærstu bönkum Bretlands  og mun eignast ráðandi hlut í bönkunum á eftir. 

„Þannig að það eru lögð út hlutabréf til sölu og breska ríkisstjórnin segir að ef ekki sýna sig kaupendur þá tryggi hún þetta verð. Það er ekki   sama vantraust gagnvart núverandi hluthöfum bresku bankanna eins og í dæminu með Glitni," sagði Þórólfur.

Unnið að því að endurvinna traustið á bresku bönkunum

Þórólfur sagði að í bresku bönkunum væri greinilega veri að vinna með hluthöfunum að því að tryggja rekstrargrundvöllinn og unnið að því að endurskapa traustið á núverandi eigendur og stjórnendur bankanna.

„Þarna segir ríkisstjórnin; við erum að styðja við bakið á þeim með því að koma inn með aukið eigið fé inn til þeirra þannig að þeir standist allar kröfur um að geta staðið við sínar skuldbindingar," sagði Þórólfur.

Hann segir að skilaboð íslenskra yfirvalda hafi verið önnur þegar farið var inn í Glitni. Þá hafi yfirvöld gefið í skyn að þau treystu ekki þáverandi stjórnendum bankans og viljað tryggja að þeir tækju ekki fleiri ákvarðanir fyrir bankann.

„Þá spurðu lánveitendur Glitnis í útlandinu. Hvað er verið að segja okkur? Þannig að ég sé ekki betur en að það sé töluvert annað yfirbragð á þessum aðgerðum," sagði Þórólfur að lokum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK