Hnútar að leysast í Bretlandi

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Erfitt hefur verið um vik að koma greiðslum til og frá Bretlandi, að því er segir á vef Seðlabanka Íslands. Stöðuna má að hluta til rekja beint til aðgerða breskra yfirvalda. Unnið hefur verið að því að leita leiða til að leysa málið og sá hnútur virðist nú hafa verið leystur að mestu. Búast má þó við að það taki nokkra daga að koma greiðslum í eðlilegt horf.

Fjármálaráðuneyti Bretlands gaf 17. október 2008 út nánari yfirlýsingu vegna frystingar eigna gamla Landsbankans. Þar kemur skýrt fram að aðgerðir breskra yfirvalda snúa aðeins að tilteknum þáttum í starfsemi gamla Landsbankans. Vonir standa til að í kjölfar þessa takist að losa um stærstan hluta þeirra takmarkana sem verið hafa á greiðslustreymi milli Íslands og Bretlands, að því er fram kemur á vef Seðlabanka Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK