Greiðslustöðvun Stoða framlengd

Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag beiðni Stoða um framlengingu heimildar til greiðslustöðvunar til 20. janúar á næsta ári. Stærstu lánardrottnar félagsins, sem fara með yfir 50% skulda félagsins, höfðu áður lýst yfir stuðningi við framlengingu greiðslustöðvunarinnar.

Í tilkynningu frá félaginu segir, að stjórn og stjórnendur Stoða fái nú svigrúm til að leita hagkvæmustu lausna með hagsmuni allra lánardrottna að leiðarljósi. Ljóst megi vera að umrót síðustu vikna og slæm staða íslensks efnahagslífs hafi haft neikvæð áhrif á verðmæti og starfsemi félaga í eigu Stoða. Það sé því forgangsverkefni stjórnenda Stoða að skapa ró og festu í rekstri félaganna og varðveita verðmæti þeirra.

Stoðir eiga eignarhluti í félögum á borð við Tryggingamiðstöðina, Landic Property, Refresco, Iceland Foods, Alfesca, Bayrock Group, Royal Unibrew, Nordicom og Þyrpingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK