Stjórn Nýja Kaupþings skipuð

Gunnar Örn Kristjánsson var forstjóri SÍF um árabil.
Gunnar Örn Kristjánsson var forstjóri SÍF um árabil.

Á hluthafafundi Nýja Kaupþings hf. í gær var Gunnar Örn Kristjánsson, löggiltur endurskoðandi, kosinn formaður í stað Magnúsar Gunnarssonar, sem nýverið lét af störfum og Ástríður Þórðardóttir kosin í varastjórn í stað Eiríks Jónssonar sem óskað hafði eftir að verða leystur frá störfum.

Stjórn bankans er nú þannig skipuð. Aðalmenn: Gunnar Örn Kristjánsson, Auður Finnbogadóttir, Erna Bjarnadóttir, Helga Jónsdóttir og Drífa Sigfúsdóttir. Varamenn: Sigurgeir Brynjar Kristjánsson, Jónína A. Sanders, Steingrímur Ólafsson, Ástríður Þórðardóttir og Helgi Birgisson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK