Ólíðandi launamunur

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. Ómar Óskarsson

Launamunur milli karla og kvenna fyrir sömu vinnu í bankakerfinu í Danmörku er allt að 26%. Þetta er mesti launamunur milli kynjanna í nokkurri atvinnugrein í Danmörku. Evrópusambandið sættir sig ekki við þetta, að því er fram kemur í danska viðskiptablaðinu Børsen og vill breytingar.

Segir í frétt Børsen, að reyndar eigi það almennt við um bankakerfið í Evrópusambandsríkjunum, að þar er alla jafna mesti launamunurinn. Danmörk skeri sig því ekki úr hvað það varðar. Meðal skýringa sem gefnar eru séu svonefnd Rip, Rap og Rup áhrif. Þau séu þannig, að karlyfirmenn hafi tilnheigingu til að þáða starfsemenn til starfa sem séu líkir þeim sjálfum. Því séu karlar oft valdir framyfir konur þegar kemur að stöðuhækkunum innan bankakerfisins, þar sem karlar séu almennt í ríku mæli í yfirmannastöðum, enn sem komið er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK