Obama ósáttur við atvinnuleysi

Atvinnuleysi mældist 10,2% í Bandaríkjunum í október og hefur ekki mælst jafn mikið síðan árið 1983. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við það hve margir Bandaríkjamenn eru án atvinnu og heitir því að halda baráttunni áfram þar til allir þeir sem vilja vinna fái vinnu og að allir Bandaríkjamenn geti haft það miklar tekjur að þeir geti séð fyrir fjölskyldum sínum.

„Þrátt fyrir að færri haft misst vinnuna heldur en mánuðinn á undan þá er hlutfall atvinnulausra komið yfir 10% - tala sem sýnir þær áskoranir sem bíða í efnahagslífinu," segir Obama.

Yfir 10% bandarísku þjóðarinnar er án atvinnu
Yfir 10% bandarísku þjóðarinnar er án atvinnu Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK