Bréfleg staðfesting komin frá Walker

Malcolm Walker.
Malcolm Walker. mbl.is/Eyþór

Malcolm Walker, forstjóri bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods, hefur sent Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar Glitnis, bréflega staðfestingu á því, að bankinnistæður upp á 202 milljónir punda, sem Jón Ásgeir Jóhannesson fjallaði um í tölvupósti til Lárusar Welding skömmu fyrir hrun íslensku bankanna, hafi verið í eigu Iceland Foods.

Með bréfinu fylgja skjöl frá bönkum þar sem skráðar eru innistæður Iceland 22. september 2008. Um er að ræða 80 milljónir punda hjá Barclays, 90 milljónir hjá Bank of Scotland, 15 milljónir hjá Alliance & Leicester, 14,7 milljónir hjá HSBC og 2,8 milljónir punda hjá Bank of Ireland.

Walker segir í bréfi sínu, að Iceland Foods hafi tekið mikið fé að láni árið 2008 en einnig verið með umtalsvert lausafé í skamman tíma áður greitt var af lánum. Um hafi verið að ræða innlán í nafni Iceland Foods sem voru undir yfirráðum fyrirtækisins. Jón Ásgeir hafi aldrei haft aðgang að þessu fé.

Í öðru bréfi frá John G. Berry, lögmanni Iceland, er staðfest að Jón Ásgeir hafi aldrei verið prókúruhafi á neinum reikningum í nafni Iceland Foods Group eða dótturfélögum þess, þar á meðal Iceland Foods, eða hafi haft aðgang að reikningunum.

Walker lýsir undrun sinni á, að slitastjórn Glitnis skyldi ekki hafa reynt að fá það staðfest, að umræddir bankareikningar væru í eigu Iceland. Í ljósi þess að Glitnir sé stór hluthafi í Iceland Food þjóni það hagsmunum fyrirtækjanna best, að þessu máli ljúki sem fyrst.

Jón Ásgeir var stjórnarformaður Iceland þar til fyrr á þessu ári eftir að slitastjórn Glitnis lét kyrrsetja eigur hans vegna skaðabótamáls í New York. Í bréfi Walkers til Steinunnar segist hann ekki lengur hafa samband við Jón Ásgeir og vilji ekki blandast inn í deilur milli hans og Glitnis. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK