Iceland: Ekki annað tilboð í gangi

Iceland Food
Iceland Food Af vef Iceland Food

Malcom Walker, forstjóri og stofnandi Iceland Food keðjunnar, hefur staðfest við breska fjölmiðla að hann hafi gert tilboð í keðjuna þar sem hún er metin á 1 milljarð punda, 177 milljarða króna fyrr á árinu og því hafnað. Hann segir ekkert hæft í því að annað tilboð sé í gangi í Iceland keðjuna.

Walker segir í samtali við breska blaðið Guardian í dag að tilboði hans hafi verið hafnað af Landsbankanum en Walker á 24% hlut í keðjunni. Þrátt fyrir það sé tilboðið enn uppi á borðinu.

Landsbankinn og Glitnir eignuðst meirihlutann í keðjunni er Baugur Group og tengd fyrirtæki urðu gjaldþrota. 

Walker vildi í samtali við Guardian einungis staðfesta að hann hafi gert tilboðið á þessu ári og þrátt fyrir að Landsbankinn hafi hafnað því sem stærsti hluthafinn þá væri það enn í gangi.

Hann segir að getgátur um annað tilboð upp á 1,4 milljarða punda frá ónafngreindum fjárfestingasjóði eigi ekki við rök að styðjast. „Ég er búinn að tala við Landsbankann og það er ekkert hæft í þeim orðrómi um að einhver annar blandist inn í þetta," segir Walker í viðtali við Guardian.

Líkt og greint var frá á mbl.is í morgun var það Fréttablaðið sem birti fyrst frétt um tilboð Walker en í Sunday Telegraph í dag hefur blaðið eftir heimildum að annað tilboð upp á 1,4 milljarða hafi borist í keðjuna.  

Guardian fjallar um fyrrum veldi Baugs í breskri smásölu og forsögu Walker hjá Iceland keðjunni.

Umfjöllun Guardian

Frétt mbl.is frá því í morgun

Malcolm Walker, stofnandi Iceland
Malcolm Walker, stofnandi Iceland mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK