Vaxtagreiðslur yrðu í krónum

mbl.is/hag

Ef svo ólíklega vildi til, að ríkið tapaði Icesave-máli fyrir íslenskum dómstólum, yrðu allar vaxtagreiðslur í íslenskum krónum og því væri engin greiðslufallsáhætta því samfara fyrir íslenska ríkið.

Þetta segir Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein í Viðskiptablaði Morgunblaðsins. Reimar segir að meiri líkur en minni séu á því að íslenska ríkið ynni fullnaðarsigur, færi Icesave-málið fyrir íslenska dómstóla. Ef málið tapaðist gætu vaxtagreiðslur numið í mesta lagi 153 milljörðum króna, sem fyrr segir í íslenskri mynt.

Þá segir Reimar að rangt sé, sem haldið hefur verið fram, að íslenska ríkið verði að fjármagna höfuðstól forgangskrafna Breta og Hollendinga í þrotabú Landsbankans. Við mat á umfangi á tjóninu verði að draga frá þau verðmæti, sem ríkin tvö eigi í formi slíkra forgangskrafna. Þau verðmæti kæmu einfaldlega til frádráttar hugsanlegu tjóni þeirra. Þá verði einnig að hafa í huga að mögulegt sé að íslenskir dómstólar muni líta svo á að ekkert tjón hafi átt sér stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK