Nauðungarsala auglýst á jörðum Lífsvals

Á Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu rekur Lífsval eitt stærsta …
Á Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu rekur Lífsval eitt stærsta kúabú landsins. mbl.is/Sigurður Mar Halldórsson

Lögbirtingablaðið hefur birt auglýsingu um uppboð á fjórum jörðum í eigu jarðafélagsins Lífsvals. Gerðarbeiðandi er Landsbankinn.

Jarðirnar eru Flatey, Haukafell og Kyljuholt á Hornafirði og jörðin Barkarstaðir í Húnaþingi. Uppboðin eru auglýst vegna vanskila á skuld við Landsbankann upp á rúmlega 562 milljónir.

Lífsval á um 45 jarðir víða um land. Landsbankinn er hluthafi í félaginu. Lífsval rekur þrjú kúabú og mjólkurkvóti félagsins er um 1,2 milljónir lítra sem er um 1% af öllum mjólkurkvóta í landinu. Á Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu rekur Lífsval eitt stærsta kúabú landsins. Félagið rekur auk þess tvö sauðfjárbú.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK