Ummæli ráðherra hafa ekki áhrif

Greiningardeild Arion banka tekur ummæli Árna Páls um krónuna sem …
Greiningardeild Arion banka tekur ummæli Árna Páls um krónuna sem dæmi í könnun sinni. Friðrik Tryggvason

Ummæli ráðherra um krónuna virðast ekki hafa áhrif á gengi gjaldmiðilsins. Þetta er niðurstaða könnunar greiningardeildar Arion banka á breytingum á gengi krónunnar eftir að ráðherrar hafa tjáð sig um hana. Tekin eru sex dæmi frá 27. desember 2010 til 2. október 2012 og virðast niðurstöður benda til þess að ekki sé nein ákveðin leitni í þróun gengisins sem markist af þeim ummælum sem eru látin falla.

Af úrtakinu má ljóst vera að ekkert bendir eindregið til þess að ummæli ráðherra um ókosti krónunnar hafi nokkur einhlít áhrif á gengi hennar til skamms tíma. Tölfræðileg greining leiðir það sama í ljós, birting ummæla af þessum toga í erlendum fjölmiðlum hefur engin marktæk áhrif á gengisbreytingar krónunnar eftir að leiðrétt hefur verið fyrir sveiflum sem viðbúið er að verði á genginu að öðru jöfnu, hvorki samdægurs né næstu daga í kjölfarið.

Segir greiningardeildin að í lokuðu hagkerfi eins og Íslendingar búi við hafi spákaupmenn  svo gott sem verið klipptir út af markaðnum og geta því ekki átt viðskipti til skamms tíma fyrir verulegar fjárhæðir á grundvelli yfirlýsinga ráðamanna einna saman. Því hafi niðurstaðan ekki komið mikið á óvart.

Það er þó tekið fram í niðurstöðum greiningardeildarinnar að þó ekki sé hægt að finna áhrif til skemmri tíma, þá sé ekki þar með hægt að útiloka að ummæli muni hafa áhrif til lengri tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK