Gefa út gjaldþrotsleiðbeiningar

Flugfreyja SAS að störfum.
Flugfreyja SAS að störfum. www.flysas.com

Starfsmenn SAS flugfélagsins hafa nú fengið leiðbeiningar um hvernig þeir eigi að bera sig að, fari svo að félagið verði lýst gjaldþrota á morgun. Til dæmis eiga allir þeir sem verða staddir erlendis starfa sinna vegna að vera með nægilegt reiðufé til að komast heim og gefnar hafa verið út fyrirskipanir um að allar vélar félagsins eigi að vera með fulla eldsneytistanka, fari svo að fljúga þurfi þeim til sinna heimalanda.

SAS lagði fram niðurskurðartillögur sínar á mánudaginn og var starfsmönnum gefin vika til að kynna sér þær og koma með gagntillögur. Stjórn félagsins kom saman í hádeginu í dag í Stokkhólmi. Hafni starfsmenn tillögunum er óttast að félagið verði gjaldþrota innan tíðar. Samþykki starfsmennirnir tillögurnar skerðast laun þeirra og réttindi töluvert.

Flugfreyjur og -þjónar félagsins telja sig nú hafa komið til móts við allar kröfur félagsins. Stéttarfélag þeirra kom tillögum sínum til stjórnenda fyrirtækisins og eru þær sagðar í megindráttum þær sömu og kröfur SAS.

Danska sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá því í morgun að stjórnendur SAS hefðu vísað frá tillögum flugmanna félagsins, því ekki hefði verið hægt að koma til móts við þær. Flugmennirnir skiluðu tillögum sínum í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK