Spá óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeild Arion banka spáir ekki frekari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum,
Greiningardeild Arion banka spáir ekki frekari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum, mbl.is/Ernir

Greiningardeild Arion banka spáir óbreyttum vöxtum við vaxtaákvörðun Seðlabankans þann 12. desember. Að þessu sinni eru veigamestu rökin í spá bankans ekki efnahagslegir grunnþættir, heldur sú staðreynd að peningastefnunefnd markaði mjög skýra stefnu með yfirlýsingu sinni eftir síðustu stýrivaxtaákvörðun og heldur fátt hefur breyst frá þeim tíma. Miðað við núverandi forsendur telur peningastefnunefnd Seðlabankans að ekki sé þörf á frekari stýrivaxtahækkunum til að ná verðbólgumarkmiði bankans á næstu þremur árum.

Ef verðbólguspá bankans gengur eftir, þá er vissulega rétt að bankinn mun ná hæfilegu aðhaldsstigi (raunvöxtum um 3%) um svipað leyti og hann spáir því að slakinn hverfi úr hagkerfinu, án þess að hreyfa nafnvextina frekar. Með öðrum orðum myndi aðhald peningastefnunnar allt koma fram í gegnum minni verðbólgu.

Segir greiningardeildin að á meðan ekkert raski þessari sýn sé ekkert útlit fyrir frekari stýrivaxtahækkanir og á það sérstaklega við um næsta fund. Lítið hefur breyst frá síðasta fundi, þótt síðasta verðbólgumæling hafi reyndar verið hærri en flestir aðrir greiningaraðilar spáðu, eða 0,3% hækkun á milli mánaða. Það er þó nánast útilokað að peningastefnunefnd telji ástæðu til að breyta sýn sinni eða bregðast sérstaklega við því.

Aftur á móti telur greiningin að þegar líður fram á næsta ár komi í ljós að verðbólguspá bankans sé of bjartsýn og vanspái verðbólgu. Gengisveiking haustsins á eftir að koma inn með meiri krafti en nýjasta spá bankans gerir ráð fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK