Arion banki spáir Lincoln sigri

Leikarinn Daniel-Day Lewis fer með hlutverk Abraham Lincoln forseta Bandaríkjanna …
Leikarinn Daniel-Day Lewis fer með hlutverk Abraham Lincoln forseta Bandaríkjanna í myndinni Lincoln. Hún er talin sigursælasta mynd Óskarsverðlaunanna.

Greiningardeild Arion banka heldur á nokkuð óhefðbundnar slóðir í markaðspunktum sínum í dag. Umfjöllunarefnið er ekki húsnæðismarkaðurinn, skuldabréf eða gengi hlutabréfa, heldur er spáð í spilin varðandi sigurmynd Óskarsverðlaunanna í næsta mánuði. Styður greiningin sig í því samhengi við líkindamódel sem hagfræðingurinn Andrew Bernard þróaði og greiningardeildin hefur uppfært. Niðurstöðurnar eru að spennandi kvöld verði framundan þar sem myndirnar Lincoln og Les Misérables (Vesalingarnir) munu berjast um verðlaun, en þar á eftir kemur myndin Life of Pi.

Eftir að Bernard hafði reynt ýmsar útgáfur spálíkana með mismunandi breytum komst hann að því að tiltölulega einfalt líkan virkaði best. Það var líkan sem mat sigurlíkur myndar sem fall af annarsvegar fjölda tilnefninga og hinsvegar fjölda Gullhnatta sem hún hafði unnið til, eftir að gamanmyndum hafði verið sleppt þar sem fullkomin fylgni var á milli þess að vera gamanmynd og að tapa titilbaráttunni um bestu mynd ársins.

Alls spáði þetta einfalda líkan rétt fyrir um 18 af þeim 20 verðlaunaafhendingum sem voru í gagnasafni Bernards milli áranna 1984 og 2004, en það klikkaði árin 1990 þegar Driving Miss Daisy (sigurlíkur 45,6%) vann Born on the Fourth of July (52,9%) og þegar Silence of the Lambs (10,6%) vann öllum að óvörum árið 1992.

Á síðustu árum hefur akademían þó verið nokkuð ófyrirsjáanlegri að mati greiningardeildarinnar. Segir hún að fjöldi tilnefndra mynda geti spilað þar inn í, en allt að 10 myndir voru tilnefndar árið 2009. 

Meðal mynda sem hafa unnið óvænta sigra á síðustu árum var Crash árið 2006, sem vann Brokeback Mountain, sem var talin hafa 88,3% sigurlíkur. Árið 2007 hirti The Departed svo verðlaunin, þrátt fyrir að bæði The Queen og Babel væru mun sigurstranglegri á pappír. Þá var The Social Network spáð sigri árið 2011, þegar The King's Speech vann. Ekki var þó mjög mikill munur á milli líkinda í það skiptið.

Útfrá uppfærðu líkani greiningardeildarinnar hafa myndirnar Lincoln og Les Misérables um fjórðungslíkur hvor, meðan Life of Pi hefur um fimmtungslíkur á sigri. Sigurmynd Gullhnattarins (Golden Globe) verðlaunanna í nótt, Argo, er aftur á móti með tæplega 11% sigurlíkur. Segir greiningardeildin að röðunin sé ekki ósvipuð og á veðmálasíðum, en raunar muni töluverðu á styrkleika myndanna. Þannig sé Lincoln víðast spáð afgerandi sigri.

Þetta er þó ekki látið nægja, því greiningardeildin setti einnig upp vísitölu sigurlíkna yfir allar myndir frá 1984, þannig að hægt væri að meta hlutfallslegan styrk þeirra og sjá hvaða mynd hefði miklar sigurlíkur á móti öðrum myndum, óháð ári sem þær komu út.

Efstu myndirnar á þeim lista eru eftirfarandi, en athygli vekur að engin myndanna í ár kemst meðal þeirra efstu. 

  1. Titanic
  2. Chicago
  3. Shakespeare in Love
  4. Forrest Gump
  5. LOTR: The Return of the King
  6. Amadeus
  7. Schindler's List
  8. Dances With Wolves
  9. Slumdog Millionaire
  10. Out of Africa
Óskarsverðlaunin fara fram 24. febrúar næst komandi.
Óskarsverðlaunin fara fram 24. febrúar næst komandi. AFP
Titanic er talin hafa mestar sigurlíkur allra kvikmynda síðustu 27 …
Titanic er talin hafa mestar sigurlíkur allra kvikmynda síðustu 27 árin. Ljósmynd/Titanic
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK