Engin lokadagsetning vegna hótelviðræðna

Boðað hefur verið til fundar um miðja næstu viku milli lóðaeigenda hótelreitsins við Hörpuna og erlendra fjárfesta sem hafa áformað að byggja þar hótel undir merkjum Marriott-hótelkeðjunnar. Félagið Sítus á lóðina, en Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður þess, segir í samtali við mbl.is að það verði ekkert að frétta af málinu fyrr en eftir þann fund.

Mikið hefur verið rætt um hvort fjárfestarnir muni hætt við áformin síðustu misseri, en Morgunblaðið sagði frá því um miðjan janúar að fjárfestarnir væru hræddir við að stöðu mála hérlendis. Í síðustu viku var svo greint frá því að fjárfestunum hefði verið settir úrslitakostir, en þau tímamörk voru framlengd til dagsins í dag. 

Pétur segir aftur á móti að viðræðunum verði gefinn eins langur tími og þurfa þykir. Ef þær gangi ekki eftir verði aftur á móti farið að ræða við 2-3 aðra aðila sem skiluðu inn tilboði í verkið. Hann vildi ekki gefa upp að svo stöddu um hvaða aðila væri að ræða.

Efnisorð: Harpan hótel
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK