Verðbólgan áfram 3,3%

Fjölmargir eru á faraldsfæti þessa mánuðina
Fjölmargir eru á faraldsfæti þessa mánuðina mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,05% í maí frá apríl og er verðbólgan, mæld á tólf mánaða tímabili, óbreytt, 3,3%. Greiningardeildir bankanna spáðu því að vísitalan myndi lækka um 0,1% á milli mánaða. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,18% frá apríl.  Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3% sem jafngildir 1,4% verðbólgu á ári (0,6% verðhjöðnun á ári fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 6,4% (vísitöluáhrif -0,10%). Undanfarna tólf mánuði hafa búvörur og grænmeti hækkað um 7,4%. Innlendar vörur og grænmeti hafa á sama tímabili hækkað um 5,7%. Aftur á móti hefur innflutt vara hækkað um 0,8% á sama tímabili.

Ekki ljóst hvaða áhrif nýtt greiðslukerfi vegna lyfjakaupa hefur

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa var tekið í notkun 4. maí 2013. Ekki er ljóst nú hver heildaráhrif af kerfisbreytingunni verða.

Þann 13. maí 2013 tók gildi reglugerð nr. 451/2013 þar sem þátttaka Sjúkratrygginga Íslands í tannlæknakostnaði barna er aukin. Tekið var tillit til þessa við útreikning á vísitölu neysluverðs í maí. Kerfisbreytingin leiddi til 3,1% lækkunar á tannlækningalið vísitölunnar (vísitöluáhrif -0,04%).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK