Sala Vodafone vekur spurningar

Gengi Vodafone er lægra en útboðsgengið.
Gengi Vodafone er lægra en útboðsgengið.

Fjárfestum og verðbréfamiðlurum sem Morgunblaðið hefur rætt við þykir afar óheppilegt að Framtakssjóður Íslands hafi selt 19,4% hlut í Vodafone þann 2. apríl sl., fyrsta viðskiptadag eftir að fyrsta ársfjórðungi lauk.

Á fimmtudaginn birti Vodafone ársfjórðungsuppgjör sem var undir væntingum og lækkuðu bréfin um 7,6%. Bréfin lækkuðu um 4,3% í gær, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þór Hauksson, starfsmaður Framtakssjóðsins var stjórnarformaður Vodafone, þegar salan fór fram. Þetta vekur spurningar um hve mikið sjóðurinn vissi um rekstur Vodafone, segja viðmælendur blaðsins. Eftir söluna átti sjóðurinn ekkert í fjarskiptafélaginu og vék Þór úr stjórn á aðalfundi sem var 11. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK