Munurinn á „trendi“ og tískubylgju

David Levine, forstjóri Avant-Guide Institute, segir að atvikið í Smáralind á sunnudag þegar þúsundir ungmenna þyrptust í verslunarmiðstöðina ætti að vekja markaðs- og viðskiptafólk til umhugsunar. Þetta segir hann eftir að hafa talað við marga fullorðna sem virtust lítið skilja í uppákomunni.

Levine kemur fram á  Ímark spánni 2014-2015 og heldur fyrirlestur um hver séu nýjustu „trendin“  í þörfum og væntingum neytenda og hvernig fyrirtæki geti lifað af og þróast í viðskiptaumhverfi nútímans.

Hann er talinn einn þekktasti sérfræðingur heimsins í að greina stefnu markaðarins og mörg af þekktari fyrirtækjum heims leita til hans þegar þau vilja átta sig á hvað er handan við hornið, t.d. MasterCard, Deutsche Telekom og Samsonite. 

mbl.is ræddi við hann um muninn á „trendi“ og tímabundinni tískubylgju og atburðinn í Smáralindinni um daginn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK