QuizUp hlaut Webby-verðlaunin

Spurningaleikurinn QuizUp hefur notið mikilla vinsælda.
Spurningaleikurinn QuizUp hefur notið mikilla vinsælda. mynd/Plain Vanilla

Íslenski spurningaleikurinn QuizUp, sem fyrirtækið Plain Vanilla hannaði, hlaut í dag Webby-verðlaunin í flokknum besti leikurinn fyrir snjalltæki.

Um er að ræða ein elstu verðlaunin í netgeiranum en þau voru fyrst afhent árið 1996. Aðrir leikir sem voru tilnefndir í flokknum voru Dots, Badland, Limbo og Dumb Ways To Die. Sérstök dómnefnd valdi sigurvegarann.

Í heild eru verðlaunaflokkarnir um 100, en þeir skiptast niður á milli yfirflokkanna; netið, kvikmyndir á netinu, gagnvirkar auglýsingar, snjalltæki og samfélagsmiðlar. Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Amazon, eBay, Yahoo!, iTunes, Google, BBC News, CNN, New York Times, Facebook, Wikipedia og Flickr.

Meðal verðlaunahafa í ár voru, auk QuizUp, Vine, Tumblr, Vimeo, Airbnb og Kickstarter

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK